Stefán rekinn frá Lommel

Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Belgíska B-deildarliðið Lommel hefur sagt Stefáni Gíslasyni upp störfum en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Stefán yfirgaf Leikni Reykjavík í júní og var í kjölfarið ráðinn þjálfari Lommel. Hvorki hefur gengið né rekið hjá liði Lommel undir stjórn Stefáns en liðið hefur aðeins unnið einn af tíu leikjum sínum og er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Kolbeinn Þórðarson fór til Lommel frá Breiðabliki í sumar sem og belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx en hann lék áður með FH.

Lommel hefur ráðið Peter Maes í þjálfarastarfið í stað Stefáns en hann hefur þjálfað nokkur lið í Belgíu, síðast lið Lokeren tímabilið 2017 — '18.

Lomm­el SK var stofnað árið 2003 eft­ir gjaldþrot sam­nefnds fé­lags. Frá því Lomm­el SK var stofnað hef­ur fé­lagið lengst af leikið í belg­ísku B-deild­inni en áður en fé­lagið lýsti yfir gjaldþroti lék Lomm­el í efstu deild þar sem besti ár­ang­ur liðsins var fimmta sæti. Þá komst liðið í bikar­úr­slit árið 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert