Var sannfærður um að ég væri happafengur

Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason
Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ég fór á minn fyrsta landsleik sem blaðamaður með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hinn 12. júní 2015 er Tékkland kom í heimsókn á Laugardalsvöllinn í undankeppni EM 2016. Ísland vann 2:1 og fór langt með að tryggja sig inn á Evrópumótið í Frakklandi.

Í kjölfarið fylgdi ég liðinu til Frakklands og sá það komast alla leið í átta liða úrslit. Fram að leiknum við Frakka í átta liða úrslitum var ég sannfærður um að ég væri happafengur fyrir liðið. Ísland tapaði ekki á meðan ég skrifaði um leiki þess.

Að lokum þurfti ég að sætta mig við það að Ísland væri ekki alveg ósigrandi, þótt ég væri í blaðamannastúkunni. Eftir leikinn við Frakkland tók við undankeppni HM. Þar mætti ég á alla heimaleiki og Ísland tapaði ekki leik.

Þá var ég sannfærður um að Ísland tapaði ekki heimaleikjum á meðan ég væri í blaðamannastúkunni. Svo kom Þjóðadeildin, þar sem Ísland tapaði tveimur leikjum á Laugardalsvelli, og aftur þurfti ég að sætta mig við að ég væri ekki endilega lukkutröll landsliðsins.

Sjá allan bakvörð Jóhanns Inga á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert