Ótrúleg innkoma Sveins Arons

Sveinn Aron Guðjohnsen var hetja Spezia.
Sveinn Aron Guðjohnsen var hetja Spezia. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveinn Aron Guðjohnsen og samherjar hans í Spezia fögnuðu sigri gegn Pescara í B-deild ítalska fótboltans í dag, 2:1. Sveinn Aron kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og hann lét heldur betur að sér kveða. 

Átta mínútum eftir að hann kom inn á var Sveinn búinn að leggja upp jöfnunarmark Spezia og skoraði hann sjálfur sigurmarkið á 71. mínútu. Sveinn nældi sér í gult spjald í uppbótartíma. 

Sveinn hefur átt erfitt uppdráttar hjá Spezia síðan hann gekk í raðir félagsins frá Breiðabliki fyrir síðustu leiktíð og er markið þar fyrsta sem hann skorar fyrir liðið.

Sveinn var að leika sinn fyrsta leik á tímabilinu, en hann hefur þurft að verma varamannabekkinn á tímabilinu til þessa. 

mbl.is