Real tapaði óvænt á Mallorca

Real Madríd þurfti að játa sig sigrað gegn Mallorca.
Real Madríd þurfti að játa sig sigrað gegn Mallorca. Ljósmynd/Real Madríd

Real Madríd mistókst að endurheimta toppsæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld er liðið þurfti að játa sig sigrað gegn Mallorca á útivelli, 1:0. 

Lago Júnior skoraði sigurmarkið strax á sjöundu mínútu og þrátt fyrir mikla pressu og fín færi tókst Real Madríd ekki að jafna metin. 

Ekki bætti úr skák að Álvaro Odrizola fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt hjá Real á 74. mínútu. 

Real er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig, einu stigi minna en Barcelona og einu stigi meira en spútniklið Granada. Atlético Madríd er í fjórða sæti með 16 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert