Zlatan gæti lagt skóna á hilluna

Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic AFP

Knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic gæti lagt skóna á hilluna eftir að tímabilinu hjá bandaríska liðinu LA Galaxy lýkur, nú í október eða í næsta mánuði.

Zlat­an er 38 ára gam­all og skoraði 62 mörk í 116 leikj­um með sænska landsliðinu. Hann hef­ur spilað með mörg­um af stærstu og bestu liðum heims á 20 ára atvinnumannaferli og þar má nefna Ju­vent­us, Barcelona, Manchester United og Par­is SG.

Úrslitakeppnin í bandarísku atvinnumannadeildinni hefst um helgina og sagði sænska ofurstjarnan við fjölmiðla að það „gætu orðið hans síðustu leikir,“ en the Sun greinir frá þessu.

„Það tók mig þrjá mánuði að sýna öllum hérna hver ég er. Það var áskorunin og ég skorast aldrei undan. Tíma mismunurinn er hins vegar of mikill þar sem fjölskylda mín býr í Svíþjóð, ég hef aðeins stuttan tíma til að ná sambandi við þau.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert