Dagný komst ekki í úrslit

Dagný Brynjarsdóttir er úr leik í baráttunni um bandaríska meistaratitilinn.
Dagný Brynjarsdóttir er úr leik í baráttunni um bandaríska meistaratitilinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagný Brynjarsdóttir og samherjar hennar hjá Portland Thorns eru úr leik í baráttunni um bandaríska meistaratitilinn í fótbolta eftir 0:1-tap fyrir Chicago Red Stars í undanúrslitum í kvöld. 

Fjögur efstu lið bandarísku atvinnumannadeildarinnar berjast um meistaratitilinn í lok hvers tímabils og hafnaði Portland í þriðja sæti og Chicago í öðru sæti.

Ástralska landsliðskonan Sam Kerr skoraði sigurmarkið á áttundu mínútu. Dagný var í byrjunarliði Portland og lék allan leikinn. 

mbl.is