Fyrsti Daninn sem skorar þrennu í 55 ár í ítölsku A-deildinni

Andreas Cornelius.
Andreas Cornelius. Ljósmynd/Parma

Andreas Cornelius varð í kvöld fyrsti Daninn til að skora þrennu í ítölsku A-deildinni í 55 ár en hann skoraði þrennu í 5:1 sigri Parma gegn Genoa.

Danski landsliðsmaðurinn hóf leikinn á bekknum en hann kom inn á á 12 mínútu leiksins. Cornelius skoraði tvö mörk á síðustu þremur mínútunum í fyrri hálfleik og fullkomnaði þrennuna þegar hann skoraði þriðja mark sitt á 50. mínútu.

55 ár voru liðin frá því Dani skoraði síðast þrennu í ítölsku A-deildinni en það gerði Harald Nielsen fyrir Bologna í 4:0 sigri á móti Roma árið 1964.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert