Glódís sænskur meistari í fyrsta skipti

Glódís Perla Viggósdóttir er sænskur meistari.
Glódís Perla Viggósdóttir er sænskur meistari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar hennar í sænska liðinu Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta með 1:1-jafntefli við Vittsjö á heimavelli í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. 

Þegar einni umferð er ólokið er Rosengård með fjögurra stiga forskot á Gautaborg. Glódís er mikilvægur hlekkur hjá Rosengård og hefur hún spilað hverja einustu mínútu með liðinu í deildinni á leiktíðinni. 

Glódís lék hverja einustu mínútu með Rosengård á síðustu leiktíð og hefur því ekki misst úr leik í meira en tvö ár. Glódís hefur orðið sænskur bikarmeistari í tvígang með Rosengård og hafnað í öðru sæti sænsku deildarinnar tvisvar. 

Glódís hefur skorað þrjú mörk á leiktíðinni og á síðustu tveimur tímabilum aðeins fengið samtals eitt gult spjald. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert