Ragnars var sárt saknað

Ragnar Sigurðsson hefur spilað frábærlega með Rostov í upphafi tímabils.
Ragnar Sigurðsson hefur spilað frábærlega með Rostov í upphafi tímabils. Ljósmynd/Rostov

Ragnars Sigurðssonar var sárt saknað í liði Rostov þegar liðið sótti Zenit Petersburg heim í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Ragnar varð fyrir meiðslum í landsleiknum gegn Andorra í síðustu viku og lék ekki með Rostov, sem steinlá 6:1. Björn Bergmann Sigurðarson lék síðasta stundarfjórðunginn með Rostov, sem tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni, en liðið er í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Lokomotiv Moskvu og Zenit.

„Ég er að glíma við meiðsli í kálfunum sem ég varð fyrir í leiknum á móti Andorra. Ég veit ekki hvort ég verð frá í eina viku eða þrjár en ég held að ég verði pottþétt klár þegar kemur að landsleikjunum í næsta mánuði,“ sagði Ragnar við Morgunblaðið, en Ísland mætir Tyrklandi og Moldóvu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM um miðjan nóvember. Hörður Björgvin Magnússon, sem missti af landsleikjunum gegn Frakklandi og Andorra vegna meiðsla, sneri aftur í lið CSKA Moskva í gær, en hann og Arnór Sigurðsson léku allan tímann í 1:1 jafntefli á móti Ufa. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert