Conte hló að blaðamanni

Antonio Conte á blaðamannafundinum í dag.
Antonio Conte á blaðamannafundinum í dag. AFP

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, hló að blaðamanni sem reyndi að hjálpa honum með liðsvalið fyrir leikinn gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Inter hefur aðeins nælt í eitt stig úr fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum sínum og strax þremur stigum á eftir Barcelona og Dortmund í F-riðlinum. Á blaðamannafundi Ítalans í dag ákvað einn blaðamaður að nýta tækifærið og gefa þjálfaranum góð ráð, bað hann um að spila Valentino Lazaro á miðjunni í leikkerfinu 3-4-2-1.

Conte hló að blaðamanninum og virtist ekki vera í skapi til að þiggja ráðleggingar um hvernig hann ætti að sinna starfi sínu. „Takk fyrir góð ráð. Ef þú vilt, get ég núna ráðlagt þér varðandi grein sem þú getur skrifað. Fyrst þú ert að skipta þér af þjálfun, sem er mitt starf, vil ég skipta mér af þínu.“

mbl.is