Ung landsliðskona stungin til bana

Tarania Clarke hitar upp fyrir fyrsta og eina landsleikinn.
Tarania Clarke hitar upp fyrir fyrsta og eina landsleikinn. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Jamaíka

Stjórnvöld á Jamaíka staðfestu í dag að knattspyrnukonan Tarania Clarke hafi verið stungin til bana eftir rifrildi við aðra konu í Kingston, höfuðborg landsins. Clarke var aðeins 20 ára gömul.

Clarke lék sem miðjumaður hjá Waterhouse FC í heimalandinu og lék hún sinn fyrsta og eina landsleik fyrir Jamaíka í september er liðið vann 12:1-sigur á Kúbu í undankeppni Ólympíuleikanna. Skoraði Clarke eitt marka liðsins. 

Konan sem grunuð er um að myrða Clarke er í haldi lögreglunnar í Kingston, en fréttamiðlar í Jamaíka greina frá því árásin hafi komið í kjölfar rifrildis vegna farsíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert