Fótboltamafían að ræna Ronaldo

Cristiano Ronaldo fær ekki sanngjarna meðferð að mati móður hans.
Cristiano Ronaldo fær ekki sanngjarna meðferð að mati móður hans. AFP

Cristiano Ronaldo er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma en þrátt fyrir það er móðir hans ekki sátt við þá meðferð sem sonur hennar fær. Segir hún að fótboltamafía sé að ræna son hennar. 

Ronaldo hefur ásamt Lionel Messi hlotið Gullboltann fimm sinnum, en verðlaunin fær besti leikmaður heims ár hvert. Luka Modric hreppti hnossið á síðustu leiktíð og var Dolores Aveiro, móðir Ronaldo, allt annað en sátt. 

„Það er mafía, já mafía er rétta orðið, í fótboltanum. Ef það væri ekki mafía í fótboltanum væri sonur minn búinn að vinna fleiri einstaklingsverðlaun eins og Gullboltann. Ef þið horfið á allt sem hefur gerst er augljóst að um fótboltamafíu er að ræða,“ sagði hún við portúgalska fjölmiðla. 

„Ef hann væri spænskur eða enskur fengi hann öðruvísi meðferð. Það er verið að ræna hann þar sem hann er frá Portúgal og Madeira, þá gerist. þetta. Hann á skilið að vinna Gullboltann í ár. Annað væri furðulegt,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert