Finnar með fullt hús

Linda Sällström skoraði fyrsta mark Finna í dag.
Linda Sällström skoraði fyrsta mark Finna í dag. Ljósmynd/Finnska knattspyrnusambandið

Finnland er með fullt hús stiga í E-riðli í undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta. Finnar unnu öruggan 4:0-sigur á Kýpur á heimavelli í dag. Finnland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa með markatölunni 15:1. 

Ásamt Finnum eru Skotar og Portúgalar einnig í riðlinum, sem og Albanía og Kýpur. Til þessa hefur Finnland aðeins spilað við Albaníu og Kýpur og má búast við erfiðari leikjum við Skotland og Portúgal. 

Tveir aðrir leikir fóru fram í dag. Annars vegar vann Tékkland öruggan 4:0-sigur á Aserbaídsjan á útivelli og hins vegar gerðu Malta og Ísrael 1:1-jafntefli. 

Aytac Sharifova, markvörður Keflavíkur, varði mark Aserbaídsjan gegn Tékklandi og spilaði þar sinn annan A-landsleik

mbl.is