Lærisveinar Heimis ekki unnið síðan í byrjun október

Það gengur lítið hjá Heimi Hallgrímssyni um þessar mundir.
Það gengur lítið hjá Heimi Hallgrímssyni um þessar mundir. Ljósmynd/Al-Arabi

Það gengur lítið hjá lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í katarska liðinu Al-Arabi um þessar mundir. Liðið tapaði á heimavelli fyrir Al-Saliya í dag, 1:2. 

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Al-Arabi en Heimir tók hann af velli á 65. mínútu. Liðið er dottið niður í fimmta sæti, en var í toppsætinu fyrir ekki svo löngu. 

Al-Arabi hefur ráðið illa við fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. Hefur liðið ekki unnið leik síðan landsliðsfyrirliðinn meiddist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert