Elías Már var hetja sinna manna

Elías Már Ómarsson skoraði tvo mörk í kvöld.
Elías Már Ómarsson skoraði tvo mörk í kvöld. Ljósmynd/Excelsior

Elías Már Ómarsson var á skotskónum með liði Excelsior í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Elías Már skoraði tvö mörk í 5:4-sigri gegn FC Eindhoven. Hann jafnaði metin fyrir sína menn í 3:3 og skoraði svo sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Excelsior er í fimmta sæti í deildinni en liðin í sætum 3-8 fara í umspil um eitt laust sæti í A-deildinni. Elías Már hefur komið við sögu í 13 af 14 leikjum Excelsior og hefur skorað þrjú mörk.

mbl.is