Sara til Skotlands - getur mætt Lyon í úrslitaleik

Sara Björk Gunnarsdóttir mætir Glasgow City.
Sara Björk Gunnarsdóttir mætir Glasgow City. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í þýska meistaraliðinu Wolfsburg mæta skosku meisturunum Glasgow City í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var til þeirra í dag.

Jafnframt var dregið til undanúrslitanna og þar mun Wolfsburg eða Glasgow City leika við annað hvort spænsku félaganna Atlético Madrid eða Barcelona, sem einnig mætast í átta liða úrslitum.

Wolfsburg sleppur þar með við Lyon þar til mögulega í úrslitaleik keppninnar. Lyon vann Wolfsburg í framlengdum úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018 en í síðustu keppni mættust liðin í átta liða úrslitum og þar hafði Lyon betur.

Leikið er í átta liða úrslitum í lok mars og byrjun apríl, í undanúrslitum í lok apríl og  byrjun maí og úrslitaleikurinn fer fram í Vínarborg 24. maí.

Í 8-liða úrslitum mætast:

Atlético Madrid - Barcelona
Lyon - Bayern München
Glasgow City - Wolfsburg
Arsenal - París SG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert