Þrír Íslendingar í liði ársins

Aron Elís Þrándarson er í liði ársins.
Aron Elís Þrándarson er í liði ársins. Ljósmynd/Álasund

Íslendingar eiga þrjá fulltrúa í liði ársins í norsku B-deildinni í knattspyrnu sem sérfræðingar í deildinni hafa valið.

Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson úr liði Álasunds eru í úrvalsliðinu en þeir hafa átt góðu gengi að fagna með liðinu sem er fyrir löngu búið að tryggja sér sigur í deildinni en lokaumferðin fer fram á morgun.

Þá er Aron Sigurðarson í liði Start í liðinu en liðið tekur þátt í umspili um eitt laust sæti í deildinni. Aron er markahæsti leikmaður Start á tímabilinu, hefur skorað 13 mörk og er á meðal markahæstu mann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert