Zlatan á leið aftur til AC Milan

Zlatan Ibrahimovic hefur átt magnaðan feril og er ekki hættur.
Zlatan Ibrahimovic hefur átt magnaðan feril og er ekki hættur. AFP

Svíinn Zlatan Ibrahimovic er á leið til ítalska stórliðsins AC Milan á nýjan leik nú þegar veru hans hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum er að ljúka.

Þetta fullyrðir Don Garber, framkvæmdastjóri bandarísku MLS-deildarinnar, í viðtali við ESPN þar sem hann hrósar Zlatan og bendir á að 38 ára gamall sé hann „á leið til eins af stóru félögunum í heiminum, AC Milan“.

Zlatan var valinn í lið ársins í Bandaríkjunum bæði 2019 og 2018 og skoraði 53 mörk í deildinni. Hann komst með liði sínu í undanúrslit vesturdeildarinnar í síðasta mánuði þar sem það tapaði 5:3 fyrir Los Angeles Football Club.

Zlatan lék með Milan frá 2010 til 2012 og skoraði þá 42 mörk í 61 deildarleik.

mbl.is