Bayern pakkaði Dortmund saman

Robert Lewandowski fagnar marki gegn Dortmund.
Robert Lewandowski fagnar marki gegn Dortmund. AFP

Bayern München lék Borussia Dortmund grátt þegar liðin áttust við í stórleik 11. umferðar í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í München í kvöld.

Þýsku meistararnir fögnuðu 4:0 sigri þar sem Pólverjinn Robert arskoraði tvö mörk, Serge Gnabry skoraðu eitt og Mats Hummels, fyrrverandi leikmaður Bayern, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Bayern München er í þriðja sæti deildarinnar ásamt Leipzig með 21 stig en Gladbach trónir á toppnum með 22 stig og á leik til góða. Dortmund er 5. sætinu með 19 stig.

mbl.is