Fyrsta markið í rúma þrjá mánuði

Björn Berg­mann Sig­urðar­son fagn­ar marki sínu gegn Tam­bov í dag.
Björn Berg­mann Sig­urðar­son fagn­ar marki sínu gegn Tam­bov í dag. Ljós­mynd/@​rostovfc

Björn Bergmann Sigurðarson var á skotskónum fyrir rússneska knattspyrnufélagið Rostov þegar liðið fékk Tambov í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 2:1-sigri Tambov en Björn Bergmann skoraði eina mark Rostov á 7. mínútu.

Þetta var hans fyrsta mark í rúma þrjá mánuði en hann skoraði síðast þann 3. ágúst síðastliðinn í 2:2-jafntefli gegn Ural á útivelli. Ragnar Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Rostov og lék allan leikinn en hann er að jafna sig á meiðslum.

Björn fór af velli á 77. mínútu en liðið missti af gullnu tækifæri til þess að jafna Zenit að stigum á toppi deildarinnar. Í staðinn er liðið í öðru sæti deildarinnar með 30 stig, líkt og Lokomotic Moskva sem á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert