Madrídingar á toppinn

Karim Benzema skoraði fagnar öðru marki sínu gegn Eibar.
Karim Benzema skoraði fagnar öðru marki sínu gegn Eibar. AFP

Real Madrid tyllti sér á toppinn í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu þegar liðið vann 4:0-útisigur gegn Eibar í tólftu umferð deildarinnar í dag. Sigur Real Madrid var aldrei í hættu en staðan að loknum fyrri hálfleik var 3:0, Real Madrid í vil.

Karim Benzema skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu, Sergio Ramos bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 20. mínútu og Benzema bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu á 29. mínútu. Federico Valverde skoraði svo fjórða mark Real Madrid á 61. mínútu.

Real Madrid fer með sigrinum í 25 stig og hefur nú tveggja stiga forskot á Barcelona sem spilar við Celta Vigo þessa stundina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert