Í sjö vikna bann fyrir að hrinda þjálfara

David Abraham fær rauða spjaldið.
David Abraham fær rauða spjaldið. AFP

David Abraham, fyrirliði þýska knattspyrnufélagsins Frankfurt, var í dag úrskurðaður í sjö vikna bann fyrir að hlaupa niður Christian Streich, þjálfara Freiburg, í leik liðanna í þýsku 1. deildinni á sunnudaginn var. 

Abraham var vikið af velli fyrir atvikið og fékk Streich sömuleiðis reisupassann. Þjálfaranum verður hins vegar ekki refsað fyrir sinn hlut í málinu. 

Vincenzo Grifo, leikmaður Freiburg, fékk þriggja leikja bann, en minni háttar slagsmál brutust út eftir atvikið. 

mbl.is