Bale líður betur með landsliðinu

Gareth Bale í leik með Real Madrid.
Gareth Bale í leik með Real Madrid. AFP

Gareth Bale, leikmaður spænska stórveldisins Real Madrid og landsliðsmaður Wales, viðurkennir að hann sé spenntari fyrir leikjum landsliðsins en leikjum með eigin félagsliði. „Það er engin spurning að ég er spenntari fyrir leikjunum með Wales.“ Þetta hefur Sky Sports eftir leikmanninum.

Að hans sögn er margt sem hefur áhrif á það að hann spilar jafnan betur með landsliðinu. „Hjá Wales get ég talað mitt eigið tungumál og líður betur á vellinum. En það breytir þó ekki því sem ég geri á vellinum. Ég legg mig alltaf 100% fram, sama hvar það er.“

Bale hefur legið undir talsverðri gagnrýni á Spáni, en hann hefur ekki leikið með félagsliði sínu í rúman mánuð vegna meiðsla. Ekki þykir ólíklegt að Bale yfirgefi Real Madrid næsta sumar og hefur Kína verið nefndur hugsanlegur áfangastaður hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert