Finnar á EM

Jasse Tuominen og Glen Kamara fagna fyrsta marki Finna í …
Jasse Tuominen og Glen Kamara fagna fyrsta marki Finna í kvöld. AFP

Finnland tryggði sér í kvöld 2. sætið í J-riðli undankeppni EM karla í knattspyrnu og þar með sæti í lokakeppni EM næsta sumar. 

Finnland vann Liechtenstein 3:0 í Helsinki í kvöld. Teemu Pukki sem gert hefur það gott í ensku úrvalsdeildinni skoraði tvívegis og Jasse Tuominen skoraði eitt. 

Er þetta í fyrsta skipti sem Finnar komast í lokakeppni stórmóts karla í knattspyrnu. Í hópíþróttum hefur þeim vegnað best í íshokkí í gegnum áratugina og hafa Finnar þrívegis orðið heimsmeistarar karla í þeirri grein. 

Ítalía er með fullt hús stiga eftir átta leiki og tryggði sér efsta sætið fyrir nokkru. Finnland er með 18 stig eftir níu leiki og Grikkland er með 11 stig í 3. sæti. Grikkir unnu Armena 1:0 á útivelli í kvöld en Bosnía og Ítalía mætast síðast í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert