Mikil spenna hjá Dönum

Danir fagna marki í kvöld.
Danir fagna marki í kvöld. AFP

Danir eru efstir í sínum riðli í undankeppni EM karla í knattspyrnu en eru þó í mikilli spennu um að komast í lokakeppnina á næsta ári jafnvel þótt aðeins lokaumferðina í undankeppninni sé eftir. 

Danmörk vann stórsigur á Gíbraltar eins og við var að búast á Parken í kvöld 6:0. Sviss lenti í smá basli gegn Georgíu á heimavelli en vann 1:0. 

Danmörk er með 15 stig eftir sjö leiki, Sviss 14 stig og Írland 12 stig. Írar og Danir mætast í Dublin í síðustu umferðinni og með sigri myndi Írland einnig ná 15 stigum. Írar væru þá með betri niðurstöðu úr innbyrðisviðureignum liðanna og væru því fyrir ofan. Sviss heimsækir Gíbraltar á sama tíma og yrði stórslys ef öflugt lið Sviss nær ekki í þrjú stig þar og lýkur keppni með 17 stig. 

Danir gætu því fallið niður í 3. sæti ef þeir tapa í Dublin en nái þeir stigi eða stigum þá fara Danir á EM en tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í lokakeppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert