Eftir versta storminn mun sólin byrja að skína á ný

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. mbl.is/ Hari

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason, leikmaður þýska liðsins Augsburg, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa farið úr axlarlið í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM í fyrradag.

„Úrslitin á föstudaginn voru mikil vonbrigði fyrir okkur og að meiðast gerði þetta kvöld enn súrara. Bataferli mitt er þegar hafið og ég mun leggja harðar að mér en nokkru sinni fyrr til að komast eins fljótt út á völlinn og gera það sem ég elska.

Jafnvel eftir versta storminn mun sólin byrja að skína á ný,“ skrifar Alfreð á Instagram-síðu sína en hann er kominn til félags síns í Þýskalandi og byrjaður í endurhæfingu.



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert