Guðlaugur Victor er „orkugjafi liðsins“

Guðlaugur Victor Pálsson í baráttu við leikmenn Tyrkja í Istanbul …
Guðlaugur Victor Pálsson í baráttu við leikmenn Tyrkja í Istanbul í fyrradag. AFP

Knattspyrnuþjálfari Darmstadt hrósar Guðlaugi Victor Pálssyni í hástert í viðtali við þýska íþróttamiðilinn Kicker en Guðlaugur hefur verið lykilmaður á miðjunni hjá liðinu í annarri deildinni.

Gengi liðsins hefur verið nokku slitrótt í sumar og situr Darmstadt í 13. sæti deildarinnar með 15 stig, aðeins þremur stigum frá fallsæti, en Dimitrios Grammozis, þjálfari liðsins, er hvergi banginn. Hann segir leikmenn liðsins jákvæða fyrir framhaldinu og nýtti jafnframt tækifærið til að hrósa Guðlaugi en hann kallaði hann „orkugjafa liðsins.“

„Victor er að spila vel, ekki bara í vörn heldur í sókninni líka. Framganga hans á vellinum og hvernig hann spilar leikinn gefur öðrum leikmönnum orku,“ sagði Grammozis en Guðlaugur hefur skoraði tvö mörk fyrir Darmstadt á tímabilinu.

mbl.is