Skotar mörðu sigur í Kýpur

John McGinn skoraði sigurmark Skota í dag.
John McGinn skoraði sigurmark Skota í dag. AFP

Skotar mörðu 2:1-sigur á Kýpur í undankeppni EM í knattspyrnu í dag en þetta var næstsíðasti leikur liðanna í I-riðli. Með sigrinum fór Skotland upp fyrir Kýpur og í þriðja sæti riðilsins en liðið getur þó ekki náð Rússlandi að stigum í öðru sætinu og verður því að láta sér umspilið duga.

Ryan Christie kom gestunum frá Skotlandi yfir strax á 12. mínútu áður en Georgios Efrem jafnaði metin fyrir heimamenn strax í upphafi síðari hálfleiks. John McGinn kom Skotum hins vegar snögglega aftur yfir, á 53. mínútu, og í þetta sinn héldu gestirnir út.

Skotar eru því í 3. sæti I-riðils með 12 stig en þeir mæta Kasakstan í lokaleiknum á þriðjudaginn. Þeir eru öruggir með sæti í umspilinu þökk sé ágætu gengi í Þjóðadeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert