17 þjóðir komnar á EM - Tvö sæti í boði í kvöld

Kasper Schmeichel og liðsfélagar hans í danska landsliðinu geta tryggt …
Kasper Schmeichel og liðsfélagar hans í danska landsliðinu geta tryggt sér sæti á EM í kvöld. AFP

Sautján þjóðir eru búnar að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóti karla í knattspyrnu en undankeppninni lýkur annað kvöld.

20 þjóðir tryggja sér sæti í gegnum undankeppnina en keppt verður  um síðustu fjögur sætin í umspili í mars þar sem Íslendingar verða í eldlínunni.

Í kvöld ræðst hvaða tvær þjóðir komast áfram úr D-riðlinum en Danmörk, Sviss og Írland eru þar í baráttunni. Danmörk er með 15 stig, Sviss 14 og Írland 12. Írland tekur á móti Danmörku og Sviss sækir Gíbraltar heim.

Annað kvöld kemur það svo í ljós hvort það verður Ungverjaland, Wales eða Slóvakía sem kemst áfram með Króatíu úr E-riðlinum. Ungverjaland er með 12 stig í öðru sæti, Wales er með 11 og Slóvakía 10. Wales tekur á móti Ungverjalandi og Slóvakía tekur á móti Aserbaídsjan.

Þjóðirnar 17 sem eru komnar á EM eru:

Austurríki
Belgía
Króatía
Tékkland
England
Finnland
Frakkland
Þýskaland
Ítalía
Holland
Pólland
Portúgal
Rússland
Spánn
Svíþjóð
Tyrkland
Úkraína

Geta komist beint á EM en fara annars í umspil:

Sviss, Danmörk, Wales, Slóvakía, Írland, Ungverjaland

Örugg sæti í umspili:

A: Ísland
B: Bosnía
C: Skotland, Noregur, Serbía
D: Georgía, Norður-Makedónía, Kósóvó, Hvíta-Rússland

Örugg sæti í einhverjum umspilsriðlanna:

Norður-Írland, Búlgaría, Ísrael, Rúmenía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert