Hazard sá latasti

Eden Hazard er hæfileikaríkur og latur.
Eden Hazard er hæfileikaríkur og latur. AFP

Eden Hazard er latasti leikmaður sem nígerski knattspyrnu John Obi Mikel hefur nokkurn tíman spilað með. Hann hrósar hins vegar Belganum fyrir hæfileika sína. Mikel og Hazard voru samherjar hjá Chelsea í fimm ár. 

Hazard gekk í raðir Real Madríd frá Chelsea í sumar, en hann hefur átt í erfiðleikum síðan hann skipti yfir til Spánar og glímt við meiðsli. Mikel leikur með Trabzonspor í Tyrklandi, en hann lék með Middlesbrough í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. 

„Latasti leikmaður sem ég hef spilað með er Eden Hazard,“ sagði Mikel í samtali við beIN Sports í Tyrklandi. „Hazard er ótrúlega hæfileikaríkur. Hann er kannski ekki jafn góður og Messi en hann getur gert hvað sem er við boltann.

Hann nennti hins vegar ekki að æfa og stóð oft og horfði á okkur æfa. Svo var hann alltaf maður leiksins á laugardögum. Hann er ótrúlegur.“ bæti Obi Mikel við. 

mbl.is