James ekki meira með á árinu

James Rodriguez
James Rodriguez AFP

James Rodriguez, knattspyrnumaður hjá Real Madríd, verður ekki meira með á árinu eftir að hann meiddist á hné á æfingu með landsliði Kólumbíu um helgina.

Spænska félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag, en hann skaddaði liðbönd í vinstra hné. Mun Rodriguez m.a missa af leik Real Madríd og Barcelona í spænsku 1. deildinni 18. desember.

Kólumbíumaðurinn hefur spilað sjö deildarleiki á leiktíðinni, en hann hefur ekkert leikið með liðinu síðan Real vann 1:0-sigur á Galatasaray í Meistaradeild Evrópu 22. október síðastliðinn.

mbl.is