Guardiola ekkert á förum

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP

Pep Guardiola ætlar að virða samning sinn við Manchester City og er ekki á leið til Bayern München að sögn umboðsmanns hans.

Guardiola er samningsbundinn Manchester-liðinu til ársins 2021 en Bayern München vill endurnýja kynnin við Spánverjann. Það er í þjálfaraleit eftir að Króatinn Niko Kovac var rekinn frá félaginu á dögunum og Hansi Flick mun stýra liðinu alla vega fram til áramóta.

„Pep er mjög ánægður í Manchester og hann er með samning fram til júní 2021. Hann uppfyllir alltaf samninga sína,“ segir Josep Maria Orobitg umboðsmaður Guardiola í viðtali við þýska blaði Bild.

Ég hef ekki talað við neinn í Þýskalandi um hann — hvorki með milliliði né yfirmenn félagsins. Pep á góðar minningar frá München og á enn vini þar, en um þessar mundir hefur hann ekki sýnt því áhuga að snúa aftur til Þýskalands sem þjálfari,“ segir umboðsmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert