Maradona enn og aftur atvinnulaus

Diego Maradona þarf að finna sér nýja vinnu.
Diego Maradona þarf að finna sér nýja vinnu. AFP

Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona hefur sagt upp störfum hjá mexíkóska félaginu Gimnasia. Maradona tók við liðinu í byrjun september og entist því aðeins í rúma tvo mánuði í starfi. 

Liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum undir stjórn Maradona, en vann þrjá af síðustu fimm. Ástæða uppsagnarinnar er að Gabriel Pellegrino, forseti félagsins, sóttist ekki eftir endurkjöri. 

Maradona er ekki þekktur fyrir að vera langlífur í þjálfarastörfum, en hann hefur aðeins einu sinni verið lengur en í eitt ár við störf hjá sama félaginu. Argentínumaðurinn stýrði Al Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í 14 mánuði. 

mbl.is