Tróð upp á lokahófi (myndskeið)

Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson. AFP

Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson greip í gítarinn á lokahófi knattspyrnuliðsins Norrköping í Svíþjóð á dögunum. 

Guðmundur leikur með liðinu en er þekktur fyrir að spila og syngja þegar tækifæri gefst til en bróðir hans er þó öllu þekktari tónlistarmaður, Ingólfur Þórarinsson. 

Lagið sem sjá má Guðmund flytja í meðfylgjandi myndskeiði heitir Gubben i lådan.

mbl.is