Varð fyrir meiðslum í ræktinni

Lucas Vazquez.
Lucas Vazquez. AFP

Lucas Vazquez, kantmaðurinn skæði í liði Real Madrid, er tábrotinn en frá þessu greindi Madridarliðið í dag.

Spænskir fjölmiðlar segja að Vazquez hafi tábrotnað í ræktinni þegar hann missti lóð ofan á fótinn.

Í tilkynningu frá Real Madrid kemur að hann brotið stóru tána á vinstri fætinum en ekki kemur fram hversu lengi hann verður frá keppni.

Vasquez var nýkominn aftur á ferðina eftir að hafa verið frá keppni í sex vikur vegna meiðsla í kálfa.

mbl.is