Liverpool náði ekki að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum

Hart barist í leik Liverpool og Napoli í kvöld.
Hart barist í leik Liverpool og Napoli í kvöld. AFP

Liverpool og Napoli skildu jöfn 1:1 í næst síðustu umferð E-riðils í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Anfield í kvöld.

Í sama riðli vann Salzburg öruggan útisigur á móti Genk og þar með ræðst það í lokaumferðinni hvaða tvö lið komast áfram. Liverpool er með 10 stig í efsta sæti, Napoli er með 9 og Salzburg 7. Í lokaumferðinni tekur Salzburg á móti Liverpool og Napoli tekur á móti Genk.

Dries Mertens kom Napoli yfir á Anfield í kvöld á 21. mínútu en króatíski miðvörðurinn Dejan Lovren jafnaði með skalla eftir hornspyrnu á 65. mínútu.

Norski framherjinn Erling Braut Håland hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Salzburg í 4:1 sigri á móti Genl eftir að hafa komið inná sem varamaður. Hann hefur þar með skorað í öllum fimm leikjum Salzburg í Meistaradeildinni.

Barcelona tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslitin nmeð 3:1 sigri gegn Dortmund. Luis Suárez, Lionel Messi, í sínum 700. leik, og Antoine Griezmann settu mörkin fyrir Börsunga en Jadon Sancho klóraði í bakkann fyrir Dortmund. Inter hafði betur á móti Slavia Prag 3:1 og er með 7 stig eins og Dortmund, fjórum stigum á eftir Barcelona. Lautaro Martinez skoraði tvö af mörkum Inter og Romelu Lukaku skoraði eitt.

Ajax skaust á topp H-riðilsins með 2:0 útisigri á móti Lille. Spennan er mikil í riðlinum en Ajax er með 10 stig og Valencia og Chelsea hafa 8. Í lokaumferðinni tekur Ajax á móti Valencia og Chelsea mætir Lille á Stamford Bridge.

Svíinn Emil Forsbert skaut Leipzig áfram í 16-liða úrslitin. Leipzig var 2:0 undir á heimavelli gegn Benfica en Forsberg skoraði tvö mörk undir blálokin og tryggði sínum mönnum farseðininn í 16-liða úrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Genk - Salzburg 1:4
Mbwana Samata 85. - Patson Daka 44., Takumi Minamino 45., Hee-Chan Hwang 65., Erling Braut Håland 87.

Barcelona - Dortmund 3:1
Luis Suárez 29., Messi 33., Antoine Griezmann 67. - Jadon Sancho 77.

Slavia Prag - Inter 1:3
Tomas Soucek 37. - Lautaro Martinez 19., Romelu Lukaku 81.., Lautaro Martinez 88.

Leipzig - Benfica 2:2
Emil Forsberg 90., 90. - Pizzi 20., Vinicius 59.

Lille - Ajax 0:2
Hakim Ziyech 2., Quincy Promes 59.

Liverpool 1:1 Napoli opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert