Eigendur City kaupa áttunda félagið

Manchester City er eitt þeirra liða sem er í eigu …
Manchester City er eitt þeirra liða sem er í eigu CFG. AFP

Eigendur enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, the City Football Group (CFG), hafa samþykkt að kaupa 65% hlut í indverska knattspyrnufélaginu Mumbai City FC. Liðið leikur í efstu deild þar í landi, en með kaupunum eru CFG nú orðnir meiri meirihlutaeigendur í átta félögum víða um heim. 

Líkt og fyrr segir verður hlutur CFG í Mumbai City FC 65%, en 35% verða áfram í eigu áður ráðandi eigendahóps. Í tilkynningu sem CFG sendi frá sér í kjölfar kaupanna kemur fram að mikil tækifæri séu í knattspyrnu á Indlandi.

„Með kaupunum erum við að skuldabinda okkur til að styðja við framþróun Mumbai City FC og knattspyrnunnar í heild sinni á Indlandi. Við hlökkum til komandi tíma þar sem við bindum vonir við að hægt verði þróa félagið eins hratt og mögulegt er.“

Mumbai City FC var stofnað árið 2014 og situr í sjöunda sæti í indversku úrvalsdeildinni þegar sjö leikjum er lokið.

mbl.is