Á skotskónum í einvígi toppliðanna

Sverrir Ingi Ingason skoraði sitt fyrsta mark fyrir PAOK í …
Sverrir Ingi Ingason skoraði sitt fyrsta mark fyrir PAOK í kvöld. AFP

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu, átti stóran þátt í að PAOK náði fínu jafntefli á útivelli gegn Olympiacos í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar í kvöld, 1:1. 

Sverrir skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 29. mínútu, en markið var það fyrsta sem Sverrir skorar í grísku deildinni. Mathieu Valbuena jafnaði úr víti á 64. mínútu og þar við sat. 

Liðin eru hnífjöfn á toppnum með 28 stig eftir 12 leiki. Hafa þau bæði unnið átta leiki, gert fjögur jafntefli og ekki tapað leik.

Sverrir hefur átt góðu gengi að fagna með PAOK, síðan hann gekk í raðir félagsins frá Rostov í Rússlandi í janúar síðastliðnum. Varð hann tvöfaldur meistari með liðinu á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert