Íslendingaliðið í úrslit umspilsins

Aron Sigurðarson og samherjar hans eru komnir í úrslit umspilsins.
Aron Sigurðarson og samherjar hans eru komnir í úrslit umspilsins. Ljósmynd/Start

Íslendingaliðið Start tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik umspilsins um sæti í efstu deild Noregs í fótbolta.

Start vann 1:0-sigur á KFUM Ósló á heimavelli í dag og mætir liðinu sem endar í 14. sæti úrvalsdeildarinnar í tveimur úrslitaleikjum um sæti í deild þeirra bestu. 

Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Start og var tekinn af velli í uppbótartíma. Jóhannes Harðarson er þjálfari liðsins. 

Start hafnaði í þriðja sæti norsku B-deildarinnar á leiktíðinni og skoraði Aron 13 mörk í 30 leikjum og var á meðal bestu leikmanna liðsins. 

Lokaumferð úrvalsdeildarinnar fer fram í dag og er baráttan á botninum einstaklega spennandi. Sex lið koma til greina sem andstæðingar Start í úrslitum umspilsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina