Íslendingaslagur um sæti í efstu deild

Arnór Smárason mætir Arnóri Sigurðarsyni í umspili um sæti í …
Arnór Smárason mætir Arnóri Sigurðarsyni í umspili um sæti í efstu deild. AFP

Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag. Fyrir umferðina var ekkert lið fallið og sex börðust um að halda sæti sínu. Að lokum féllu Ranheim og Tromsø og Íslendingaliðið Lillestrøm fer í tveggja leikja umspil við Start, sem hafnaði í þriðja sæti B-deildarinnar. 

Ranheim þurfti að vinna erfiðan útileik við Rosenborg til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Rosenborg vann 3:2-sigur og tryggði sér þriðja sæti í sæti í Evrópudeildinni í leiðinni. 

Tromsø féll eftir 1:1-jafntefli við Stabæk á heimavelli. Tromsø endar með 30 stig, eins og Lillestrøm, Mjøndalen og Sarpsborg, en Tromsø var með verstu markatöluna og Lillestrøm með næstverstu markatöluna eftir markalaust jafntefli við Sarpsborg á heimavelli. Arnór Smárason spilaði fyrstu 61. mínútuna. 

Viking hafði betur á útivelli gegn Brann, 5:1. Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu hjá Viking og skoraði fimmta mark liðsins í uppbótartíma. 

Samúel Kári Friðjónsson skoraði.
Samúel Kári Friðjónsson skoraði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert