Messi hetjan í stórslagnum

Lionel Messi fagnar sigurmarkinu.
Lionel Messi fagnar sigurmarkinu. AFP

Lionel Messi sendi í kvöld Barcelona upp í toppsæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. Skoraði hann sigurmarkið í 1:0-útisigri á Atlético Madríd í lokaleik 15. umferðarinnar. 

Margir voru byrjaðir að búast við markalausu jafntefli er Messi rak endahnútinn á fallega sókn Barcelona á 86. mínútu og tókst Atlético ekki að svara eftir það. 

Barcelona er í toppsætinu með 31 stig, eins og Real Madríd, einu stigi á undan Sevilla. Atlético Madríd er í sjötta sæti með 25 stig.

mbl.is