Frjálst að fara eftir umdeilt atvik

Knattspyrnuferill Mario Balotelli hefur legið niður á við á undanförnum …
Knattspyrnuferill Mario Balotelli hefur legið niður á við á undanförnum árum. AFP

Mario Balotelli, framherja ítalska knattspyrnufélagsins Brescia, má yfirgefa félagið þegar janúarglugginn verður opnaður en það er Massimo Cellino, forseti félagsins, sem greindi frá þessu í samtali við ítalska fjölmiðla í dag.

Balotelli gekk til liðs við Brescia síðasta sumar en hann hefur skorað tvö mörk í sjö byrjunarliðsleikjum í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð. Balotelli varð fyrir kynþáttaníði í byrjun nóvember í leik gegn Hellas Verona.

Balotelli þrumaði boltanum í átt að stuðningsmönnum Hellas Verona sem gerðu hróp og köll að framherjanum. Hann lenti svo upp á kant við nýráðinn stjóra liðsins, Fabio Grosso, á æfingu liðsins á dögunum.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Balotelli sé ósáttur með það hvernig félagið tók á málinu sem kom upp þegar hann varð fyrir kynþáttaníði. Hann er sagður ósáttur og forseti félagsins hefur nú gefið honum leyfi til að fara á frjálsri sölu.

mbl.is