Messi sá fyrsti í sögunni

Lionel Messi hefur hampað Gullknettinum sex sinnum.
Lionel Messi hefur hampað Gullknettinum sex sinnum. AFP

Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi var valinn besti leikmaður heims og hlaut þar með Gullboltann á árlegri verðlaunaafhendingu France Football sem fram fór í París í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem Messi vinnur til verðlaunanna en enginn hefur hampað þeim oftar.

Messi varð spænskur meistari með Barcelona á síðustu leiktíð en hann varð bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í spænsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafnaði í öðru sæti í kjörinu.

Cristiano Ronaldo varð í þriðja sæti en hann hefur fimm sinnum hampað Gullboltanum eftirsótta. Messi hlaut verðlaunin fyrst árið 2009 en hann vann verðlaunin fjögur ár í röð, 2009 til 2012, áður en hann vann árið 2015.

Tíu efstu í kjörinu:

1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína)
2. Virgil van Dijk (Liverpool og Holland)
3. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal)
4. Sadio Mané (Liverpool og Senegal)
5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland)
6. Kylian Mbappé (PSG og Frakkland)
7. Alisson Becker (Liverpool og Brasilía)
8. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland)
9. Bernardo Silva (Manchester City og Portúgal)
10. Riyad Mahrez (Man. City og Alsír)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert