Enn á ný valinn af Rússunum

Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, heldur áfram að spila afar vel með CSKA Moskva í rússnesku úrvalsdeildinni.

Hann er í úrvalsliði 18. umferðar hjá vefsíðu deildarinnar, sem byggir val sitt á tölfræðieinkunnum leikmanna, þrátt fyrir að lið hans hafi tapað á heimavelli, 0:1, gegn Arsenal Tula í gærkvöld.

Þetta er í fimmta skipti sem Hörður er í liði umferðarinnar á þessu tímabili, og í annað skiptið í röð.

mbl.is