Sjö stig skildu þá bestu að

Lionel Messi, Antonella Roccuzzo eiginkona hans og synirnir Thiago og …
Lionel Messi, Antonella Roccuzzo eiginkona hans og synirnir Thiago og Mateo á hátíð France Football í gærkvöld. AFP

Aðeins munaði sjö stigum á Lionel Messi og Virgil van Dijk í kjöri France Football á besta knattspyrnumanni heims en Messi fékk Gullboltann, Ballon d'Or, í sjötta skipti í gærkvöld.

France Football hefur nú birt stigatöluna en 195 íþróttafréttamenn frá jafnmörgum löndum greiddu atkvæði í kjörinu og völdu fimm leikmenn hver fyrir sig, sem fengu frá einu og upp í fimm stig.

Lokastaða efstu fimm manna varð þessi:

686 Lionel Messi
679 Virgil van Dijk
476 Cristiano Ronaldo
347 Sadio Mané
176 Mohamed Salah

mbl.is