Einn sem var enn betri en Messi

Lionel Messi hefur sex sinnum tekið við Gullboltanum.
Lionel Messi hefur sex sinnum tekið við Gullboltanum. AFP

Að mínu mati hefur Lionel Messi borið höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn á jarðarkringlunni í rúman áratug. Sjötti Gullboltinn sem féll honum í skaut frá France Football í fyrrakvöld ber því glöggt vitni.

Hann er einhver allra besti knattspyrnumaður sögunnar og líklegt að þegar ferli hans lýkur og komin verður smá fjarlægð á hans afrek verði hann kominn skör ofar en Maradona landi hans og Pelé granni þeirra.

Ég var í hópi þeirra 195 íþróttafréttamanna víðs vegar að úr heiminum sem greiddu atkvæði í kjörinu um Gullboltann. Þar kaus ég á nákvæmlega sama hátt og ég gerði fyrr á þessu ári í kosningu FIFA á þeim besta í heimi og kosningu Samtaka evrópskra íþróttafjölmiðla og UEFA á þeim besta í Evrópu. En ég setti Messi í annað sæti í öllum kosningunum.

Sjá bakvörðinn í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert