Andri Guðjohnsen skoraði tvö fyrir Real Madríd

Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen Ljósmynd/Instagram-síða Andra

Hinn 17 ára gamli Andri Lucas Guðjohnsen var á skotskónum fyrir U18 ára lið Real Madríd er liðið vann úrvalslið Indónesíu á Balí í gær. Real hafði betur, 5:4. 

Andri jafnaði m.a. metin í 4:4 á 85. mínútu en Real skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Um æfingamót er að ræða og á Real Madríd leik við jafnaldra sína í Arsenal í dag. 

Andri skipti úr Espanyol yfir til Real Madríd fyrr á árinu og hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu. Daníel Tristan, yngri bróðir Andra, leikur einnig með Real Madríd, en hann skipti úr Barcelona yfir til Madrídarfélagsins. 

mbl.is