Bayern dottið niður í sjötta sæti

Borussia Mönchengladbach vann sterkan sigur á Bayern.
Borussia Mönchengladbach vann sterkan sigur á Bayern. AFP

Borussia Mönchengladbach vann sterkan 2:1-heimasigur á Bayern München í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Bayern, sem er fallið niður í sjötta sæti, hefur tapað tveimur leikjum í röð. Mönchengladbach er hins vegar í toppsætinu. 

Ivan Perisic kom Bayern yfir á 49. mínútu en Ramy Bensebaini jafnaði metin á 60. mínútu. Allt stefndi í 1:1 jafntefli, en í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu og Javi Martínez var vikið af velli. Bensebaini tók spyrnuna og tryggði Mönchengladbach dramatískan sigur. 

Liðið er með 31 stig, einu stigi meira en RB Leipzig. Leipzig vann 3:1-heimasigur á Hoffenheim þar sem Tino Werner gerði tvö mörk. Dortmund fylgir á eftir í þriðja sæti eftir 5:0-sigur á Düsseldorf á heimavelli. Marco Reus og Jadon Sancho skoruðu tvö mörk hvor. 

Augsburg vann 2:1-sigur á Mainz á heimavelli. Alfreð Finnbogason lék ekki með Augsburg vegna meiðsla. Liðið er í 11. sæti með 17 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert