Gerrard óheppinn að missa af titli

Leikmenn Celtic fagna í dag.
Leikmenn Celtic fagna í dag. Ljósmynd/Celtic

Steven Gerrard og lærisveinar hans hjá Rangers urðu að játa sig sigraða í úrslitaleik skoska deildabikarins í fótbolta í dag gegn erkifjendunum í Celtic, 1:0. 

Rangers var mun sterkari aðilinn í leiknum en Fraser Forster í marki Celtic átti stórleik og varði m.a. vítaspyrnu á 64. mínútu. 

Christopher Jullien skoraði sigurmarkið á 60. mínútu og þrátt fyrir fjölmörg færi tókst Rangers ekki að jafna. Celtic hefur unnið að minnsta kosti einn titil á hverju ári síðustu tíu ár í skoska fótboltanum.

mbl.is