Þriggja stiga forskot á toppnum

Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen í dag.
Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen í dag. Ljósmynd/Bayer Leverkusen

Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg sem vann þægilegan 4:0-sigur gegn Sand á útivelli í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. 

Sigur Wolfsburg var afar öruggur en staðan í hálfleik var 2:0. Pernille Harder skoraði þrennu í leiknum og Zsanett Jakabfi skoraði fyrsta mark Wolfsburg sem er með 34 stig á toppi deildarinnar og hefur þriggja stiga forskot á Hoffenheim sem er í öðru sætinu.

Þá var Sandra María Jessen í byrjunarliði Bayer Leverkusen sem fékk Essen í heimsókn. Leiknum lauk með 2:0-sigri Bayer Leverkusen en Ivana Rudelic kom Leverkusen yfir á 11. mínútu og Milena Nikolic bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Söndru Maríu var skipt af velli í uppbótartíma en Leverkusen er í níunda sæti deildarinnar með 12 stig, fimm stigum frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert